Sigvaldi Lárus
Sigvaldi Lárus
  • Forsíða
  • Tamningar og þjálfun
  • Reiðkennsla
  • Sigvaldi Lárus
  • Söluhross
  • Myndir
  • Hafa samband

Sumarlok

2/9/2012

 
Picture
Elísabet Líf í haustlitunum á Hólum
Picture
Sigvaldi og Elísabet á Hamraendum í kvöldsólinni.
Picture
Aron Freyr og Hlynur frá Haukatungu
Þó fréttaflutningur hafi verið nokkuð takmarkaður í sumar er nóg af þeim. Í stuttu máli væri gaman að rifja upp sumarið sem hefur verið sérlega gott. Landsmótið var sótt og augu barin á fjölmörg efnileg hross og önnur sem hafa sannað sig margsinnis. Að sækja Fáksmenn heim var alveg til fyrirmyndar og þá sérlega fyrir hross og knapa. Svæði áhorfenda og gesta var líka glæsilegt. Þetta er klárlega svæði sem landsmót á heima jafnt sem á landsbyggðinni. 
Segja má að Sigvaldi hafi verið í fullri vinnu við það að fylgja eftir nemendum sínum á völlinn. Mánudagurinn byrjaði á barnaflokki þar sem að fjórir krakkar kepptu í forkeppni. Þrjú þeirra riðu sig beint upp í milliriðla og skemmtilegt að segja frá því að þau voru öll að keppa fyrir Hestamannafélagið Skugga og því 100% árangur þar. Krakkarnir Aron, Gyða og Arna stóðu sig svo með príðum í milliriðlum. Aron og Gyða komust allaleið í B-úrslit og ekki lauk því þar því Aron og Hlynur riðu sig örugglega upp í A-úrslitin þar sem þeir enduðu í öðru sæti á eftir parinu Kambani og Glódísi.  Gyða og Hermann enduðu í því  13. og Arna og Bíldur í því 25. Frábær árangur hjá þeim öllum. Unglingarnir og ungmennin stóðu sig einnig vel, stelpa úr hestamannafélaginu Glað komst í milliriðla ungmenna með flottum árangri og unglingarnir voru alls ekki svo langt frá því að komast í milliriðla. Mikil ánægja var því þegar Landsmóti loksins lauk og sérstaklega gaman að sjá árangur Skugga-krakkanna. 

Þegar Landsmóti lauk blöstu við smá tímamót en Sigvaldi sagði skilið við Staðarhús þar sem hann hefur unnið allan síðastliðinn vetur. Ástæðan er sú að hann hefur ásamt fjölskyldu sinni flutt sig enn og aftur um set allaleið norður í Skagafjörð. Þar er Sigvaldi farinn að starfa við Háskólann á Hólum sem reiðkennari.  En þá má þó segja að söknuður verði í Borgarfjörðinn.

En sumarið hefur verið sérlega gott, blandað vinnu, fríi og flutningum. Fjölskyldan eyddi miklum tíma á Hamraendum sem er sumardvalastaður fjölskyldunar jafnt sem ferfætlingana sem þeim fylgja. Hér á Hólum er farið hausta verulega, frostnætur og snjór í fjöllum. Alvaran tekin við, nemendur mættir á svæðið og skólinn byrjaður.

Comments are closed.
    Picture
    Picture
    Bella
    Picture

Sigvaldi Lárus l (+354) 847-0809 l sigvaldi@sigvaldi.com