Í stað þess að vera rifja upp allt það merkilega frá síðustu færslu er ætlunin að byrja bara frá og með deginu í dag eða svo. Við teljum að ástæða fréttaleysis sé þvert á móti einhverskonar gúrkutíð - heldur kennum við því um að það hafi verið svo mikið að gera að ekki hafi gefist tími til að setjast niður við tölvu í fréttaskrif. En það má alveg deila um það.
Þó svo að tilkynnt hafi verið í síðustu færslu (sem birtist fyrir alltof löngu síðan) að við værum flutt í Hafnarfjörðinn er eins og flestir eflaust vita úreltar fréttir. Til að hafa heimildirnar réttar þá er víst að það komi hér fram að leiðir breyttust skyndilega þegar Sigvaldi fékk vinnu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands 1. september síðastliðin. Fjölskyldan er nú búin að koma sér vel fyrir á Hvanneyri og sjá fram á bjarta framtíð í Borgarfirðinum! Sigvaldi starfar sem staðarhaldari á Mið-Fossum ásamt því að sjá um reiðkennslu sem þar fer fram. Þarna er frábær aðstaða til kennslu og þjálfunar. Á Mið-Fossum er fllott 80 hesta hús með eins og tveggja hesta stíum, björt og glæsileg reiðhöll, keppnisvöllur og góðar reiðleiðir.
Framundan eru spennandi tímar, eins og alltaf!
Þó svo að tilkynnt hafi verið í síðustu færslu (sem birtist fyrir alltof löngu síðan) að við værum flutt í Hafnarfjörðinn er eins og flestir eflaust vita úreltar fréttir. Til að hafa heimildirnar réttar þá er víst að það komi hér fram að leiðir breyttust skyndilega þegar Sigvaldi fékk vinnu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands 1. september síðastliðin. Fjölskyldan er nú búin að koma sér vel fyrir á Hvanneyri og sjá fram á bjarta framtíð í Borgarfirðinum! Sigvaldi starfar sem staðarhaldari á Mið-Fossum ásamt því að sjá um reiðkennslu sem þar fer fram. Þarna er frábær aðstaða til kennslu og þjálfunar. Á Mið-Fossum er fllott 80 hesta hús með eins og tveggja hesta stíum, björt og glæsileg reiðhöll, keppnisvöllur og góðar reiðleiðir.
Framundan eru spennandi tímar, eins og alltaf!