Sigvaldi Lárus
Sigvaldi Lárus
  • Forsíða
  • Tamningar og þjálfun
  • Reiðkennsla
  • Sigvaldi Lárus
  • Söluhross
  • Myndir
  • Hafa samband

Reiðkennsla

Sigvaldi er menntaður reiðkennari og útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum 2010.
Hann tekur að sér kennslu bæði fyrir hópa og einstaklinga eftir óskum.



Einkakennsla

Einkakennsla byggist upp á óskum nemenda og að bæði hestur og nemandi fái sem mest út úr kennslustundinni. Þetta gæti verið hestur á hvaða þjálfunarstigi sem er og fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Hafir þú áhuga á að fá aðstoð með hestinn þinn hefur þú samband og fundinn er tími  og stund sem hentar. 

Hópakennsla

Sigvaldi tekur að sér hópakennslu og námskeið á vegum félaga og hópa. Þessi kennsla getur farið fram hvar sem er á landsbyggðinni eftir samkomulagi. Þessi námskeið geta verið fyrir alla aldurshópa og getustig. Uppbygging námskeiða geta verið á marga vegu; helgarnámskeið, einu sinni í viku, einu sinni í mánuði eða allt eftir því sem óskað er eftir. 

Sigvaldi Lárus l (+354) 847-0809 l sigvaldi@sigvaldi.com