Sigvaldi Lárus
Sigvaldi Lárus
  • Forsíða
  • Tamningar og þjálfun
  • Reiðkennsla
  • Sigvaldi Lárus
  • Söluhross
  • Myndir
  • Hafa samband

           Sigvaldi Lárus Guðmundsson

Sigvaldi er  fæddur árið 1985. Hann fæddist inn í hestamennskuna en faðir hans Guðmundur Helgi starfaði lengi við tamningar. Sigvaldi bjó í Dalabyggð sín uppvaxtarár, bæði á jörðinni Skógskoti og svo síðar á Hamraendum. Skógskot er bærinn sem fjölskyldan kennir hross sín við í dag en á Hamraendum eiga þau litla landsspildu og gamalt hús sem nýtt er sem sumardvalastaður fyrir bæði menn og hross.

Á unglingsaldri flytur Sigvaldi til Kópavogs og þar með flyst hestamennskan úr sveitinni í þéttbýla hesthúsabyggð, áhuginn dvínar þó ekki við það. Upp úr þessu fer hann að temja meira sjálfur sín hross og ekki má gleyma að minnast á Ólaf Andra bróðir Sigvalda sem er eins og Sigvaldi mikill hestamaður. Þeir hafa grúskað í hestum fjölskyldunar saman frá því þeir voru pollar og sjá þeir nú alfarið um tamningar á þeim hrossum sem fjölskyldan ræktar.

Hestamennskan hefur þó ekki alltaf átt hug hans allann líkt og í dag því skólagangan tók sinn sess ásamt því að æfa handbolta stíft með HK. Handboltann æfði hann þar til komið var að því að velja þurfti á milli. Handboltaskórnir voru þá lagðir á hilluna og hestaskórnir fengu meira notagildi.

Í gegnum árin hefur hann víða unnið við tamningar. Um stund var hann á Stað  hjá  Benedikt Líndal, í Víðidal vann hann fyrir Snorra Dal og síðar á Vatnsleysu hjá Bjössa og Arndísi. Verknámið tók hann hjá Gunnari og Krissu á Grænhól og starfaði síðar sem tamningamaður á Fellskoti. Utan þess hefur hann tamið sjálfstætt í Gusti og á heimaslóðum fyrir vestan og verið með sjálfstæðan rekstur á Staðarhúsum í Borgarfirði.

Árin 2012-2014 starfaði Sigvaldi sem reiðkennari við Háskólann á Hólum en hefur nú fært sig um set ásamt fjölskyldu og starfar nú sem staðarhaldari og reiðkennari á Mið-Fossum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.  

Námið

Þegar ákveðið var að fara stunda hestamennskuna af meiri krafti kom lítið annað til greina en að afla sér meiri þekkingar og reynslu á Hólum. Haustið 2007 hóf Sigvaldi nám á Hólum. Reyndist námið einstaklega vel og gekk vonum framar. Sigvaldi hlaut viðurkenningu á 1. ári fyrir að vera með hæstu einkunn á lokaprófi, einnig fékk hann tamningabikar FT fyrir hæstu einkunn á 2. ári og fyrir 3. árið hlaut hann bæði Morgunblaðshnakkinn fyrir hæstu meðaleinkun og LH-styttuna fyrir bestan árangur í kennslufræði og reiðkennslu.

Fjölskyldan

Sigvaldi býr með Mörtu Gunnarsdóttur og saman eiga þau stelpu fædda 2009, hana Elísabetu Líf. Þrátt fyrir ungan aldur er Elísabet nú þegar orðin mikil hestakona og er strax farin að bera það með sér að feta í fótspor föður síns og verður fljótt komin í hnakkinn. Hún þekkir hestana flesta með nafni og passar upp á að þeir séu á réttum stað og fái matinn á réttum tíma. 
Í júní 2013 bættis svot lítill drengur í hópinn, hann Helgi Hrafn.
  


Picture
Sigvaldi og Elísabet Líf á Gló frá Skógskoti
Picture
Þrándur frá Skógskoti
Picture
Völva frá Hólum
Picture
Útskrifaður reiðkennari 2010
Picture
Sigvaldi, Elísabet Líf og Marta
Picture
Elísabet Líf og Sigvaldi í Dalasólinni
Picture
Rausn frá Hólum
Picture
Sparta frá Skógskoti
Picture
Breiðfjörð frá Búðardal
Sigvaldi Lárus l (+354) 847-0809 l sigvaldi@sigvaldi.com