Tamningar
Sigvaldi starfar ekki að svo stöddu við staðbundnar tamningar þar sem hann starfar sem
staðarhaldari og reiðkennari á Mið-Fossum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þó tekur hann einstaka hesta þegar tími og pláss leyfir og er óhætt að hafa samband.
staðarhaldari og reiðkennari á Mið-Fossum hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þó tekur hann einstaka hesta þegar tími og pláss leyfir og er óhætt að hafa samband.
Frumtamningar
Á haustin er yfirleitt tekin inn hross í frumtamningu. Frumtamningarferlið er markvisst þar sem að markmiðið er að hesturinn læri að virða manninn, bæði í umgengni sem og í reið, sé orðinn vel reiðfær og skilji grunnábendingar. Að loknu frumtamningarferlinu skal hann vera vel undirbúinn fyrir áframhaldandi þjálfun.
|
Tamning og Þjálfun
Þjálfun hrossa er vand með farin vinna hvort sem um er að ræða reið-, keppnis- eða kynbótahross. Lagt er upp með að undirbúa hestinn vel fyrir komandi verkefni og að hann skilji ábendingar knapa og framkvæmi þær af næmni og léttleika. Unnið er í því að fá hestinn jákvæðan í allri vinnu og gagnkvæmur skilningur hafður að leiðarljósi. Hér er unnið út frá forsendum hestsins af virðingu og nærgætni sem skilar sér í skemmtilegri vinnu og auknum líkum á árangri.
|