
Gaumssonur
Nóg er af fréttum þó svo fréttaveitan hafi ekki verið að standa sig síðustu vikurnar. Fullt um að vera á Staðarhúsum hjá Sigvalda, Lindu og Freyju. Freyja er í verknámi hjá Sigvalda en hún er að klára 2. árið á Hólum núna í vor.
Framundan eru m.a. kynbótasýningar með þau hross sem verða tilbúin til dóms. Íþróttamót Skugga er næstu helgi sem sennilega verður mætt á og svo styttist óðfluga í úrtöku og Landsmótið nálgast hratt. Nú, Sigvaldi stefnir ekki með mikið á Landsmót en hann stefnir á að ná tíma með Sóldögg í 100 metrana og jafnvel eitthvað í kynbótadóm ef allt gengur upp núna í vor. Svo hefur hann einnig verið að kenna krökkunum í Skugga í vetur sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót og sennilega mun hann svo fylgja þeim krökkum eftir sem komast áfram.
Sigvaldi fór með Sóldögg á Reykjavíkurmeistaramótið síðustu helgi. Kepptu þar í 100m fljúgandi skeiði og gekk það ágætlega. Þau lágu báða sína spretti og var sá betri á 8.35 sek. og skilaði þeim 7. sætinu. Fyrsta keppnin í ár og ætti hún að eiga nóg inni fyrir komandi tímabil.
Vorboðarnir eru farnir að gera vart við sig, ekki lóan sem er löngu komin heldur folöldin! Fyrsta folaldið mætti síðastliðinn föstudag, fagur-jarpur og stór-stjörnóttur foli undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Þrumu frá Skógskoti. Þetta er fyrsta afkvæmi Þrumu en hún er meri með fyrstuverðlauna úr ræktun Sigvalda og fjölskyldu.
Næstu daga er stefnt á að koma inn eitthverjum myndum en yfirleitt eru þær miklu skemmtilegri en svona mas og þras. Fylgist með....
Framundan eru m.a. kynbótasýningar með þau hross sem verða tilbúin til dóms. Íþróttamót Skugga er næstu helgi sem sennilega verður mætt á og svo styttist óðfluga í úrtöku og Landsmótið nálgast hratt. Nú, Sigvaldi stefnir ekki með mikið á Landsmót en hann stefnir á að ná tíma með Sóldögg í 100 metrana og jafnvel eitthvað í kynbótadóm ef allt gengur upp núna í vor. Svo hefur hann einnig verið að kenna krökkunum í Skugga í vetur sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót og sennilega mun hann svo fylgja þeim krökkum eftir sem komast áfram.
Sigvaldi fór með Sóldögg á Reykjavíkurmeistaramótið síðustu helgi. Kepptu þar í 100m fljúgandi skeiði og gekk það ágætlega. Þau lágu báða sína spretti og var sá betri á 8.35 sek. og skilaði þeim 7. sætinu. Fyrsta keppnin í ár og ætti hún að eiga nóg inni fyrir komandi tímabil.
Vorboðarnir eru farnir að gera vart við sig, ekki lóan sem er löngu komin heldur folöldin! Fyrsta folaldið mætti síðastliðinn föstudag, fagur-jarpur og stór-stjörnóttur foli undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Þrumu frá Skógskoti. Þetta er fyrsta afkvæmi Þrumu en hún er meri með fyrstuverðlauna úr ræktun Sigvalda og fjölskyldu.
Næstu daga er stefnt á að koma inn eitthverjum myndum en yfirleitt eru þær miklu skemmtilegri en svona mas og þras. Fylgist með....