Í kvöld ætlar Sigvaldi að mæta galvaskur í Dalina og vera með fræðslufund fyrir sveitunga. Á fundinum ætlar Sigvaldi að fjalla um hestamenskuna, nálgun hestsins og leiðina að því að fá hestinn sáttan og vinnufúsan. Hvernig byggjum við upp hestinn okkar til að fá hann til að beita sér sem réttast og hvernig við fáum hann til að vilja framkvæma verkefnin með okkur, hvort sem það er til reiðar eða sýninga. Fundurinn verður haldinn í Leifsbúð í kvöld, laugardaginn 17. mars klukkan 20:00. Hlökkum til að sjá sem flesta sem vilja bæta í fræðslubankann sinn. |