Eftir tveggja ára dvöl eru framundan breytingar, bæði hjá okkur fjölskyldunni og ferfætlingunum okkar. Ég hef sagt upp störfum sem reiðkennari við Háskólann á Hólum og erum við nú að koma okkur fyrir á nýjum stað. Það kemur eflaust fáum á óvart að við tökum land undir fót enda gerist það að meðaltali árlega. Já, það er gott að vera ungur og hraustur og geta leyft sér að finna hvar manni líður best. En nú er frumburðurinn að nálgast skólaaldur og þá þarf maður að hugsa hratt hvar er best að vera. Eftir að hafa verið fjarri fjölskyldu og vinum í öll þessi ár finnum við að nálægðin við þau skiptir máli, ekki síst fyrir börnin. Því höfum við tekið stefnuna suður fyrir heiðar og erum nú lent í höfuðborginni, n.t.t. í Hafnarfirði. Það liggur margt gott á bakvið síðustu tvö ár, frábærir vinir, nýr fjölskyldumeðlimur og fjöldinn allur af nemendum sem vonandi nutu góðs af mínum viskubrunni en ekki síður hef ég lært margt af þeim og eins þeim fjölda hrossa sem ég hef komst í tæri við á þessum tíma. Framundan eru tamningar og því auglýsi ég hér með laus pláss í tamningu í haust . Stefnan er að fara frumtamningar en einnig almenna þjálfun. Nú er um að gera panta tímanlega fyrir gæðingana sína. Hér má: Hafa samband Comments are closed.
|