______________________ Tvær myndir sem teknar voru í rökkrinu á dögunum | Á Staðarhúsum gengur allt sinn vana gang. Sigvaldi og Linda stunda tamningarnar stíft enda nálgast vorið óðfluga með hækkandi sólu. Guðmundur hirðir um hrossin og gætir að andlegu hlið bæði hrossa og manna sem þýðir bara það að hér er allt eins og það á sér að vera. Veðurfarið hefur verið ásættanlegt og færið gott milli hríða en þá kemur reihöllin sér vel. Framundan hér í Borgarfirði er ýmislegt. Næsta KB mótaröð verður 18. mars þar sem keppt verður í 5 gangi. Helgina eftir eða 24. mars verður svo Vesturlandsýningin í Faxaborg í Borgarnesi en endurtaka á leikinn frá því í fyrra eftir vel lukkaða sýningu. Framundan hjá Sigvalda er vikuleg kennsla í Borgarnesi með krakka úr Hestamannafélaginu Skugga en einnig kennir hann krökkum úr Menntaskóla Borgarfjarðar sem stefna á þátttöku í Framhaldskólamótinu sem verður haldið núna í lok mars. Svo er fyrirhugað námskeið í reiðhöllinni í Búðardal helgina 17.-18. mars og einnig verður haldinn fræðslufundur með léttu spjalli að kvöldi 17. í Leifsbúð. Meira um það má sjá hér! |