Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í lok janúar og þótti skráning með besta móti. Keppt var um 8 laus sæti í deildinni og voru þétt setnir bekkirnir af hest-þyrstum áhorfendum. Fínustu hestar öttu þarna kappi og þeir 8 bestu fá svo að etja keppni við þá 10 bestu frá í fyrra. Vonandi verður deildin spennandi í ár og að hart verði brist um titilinn sem Bjarni Jónasson heldur sem fastast um frá því hann sigraði í fyrra. Í vikunni verður svo fyrsta keppnin og þá í fjórgangi. Þekkja má nokkra gæðingana sem skráðir eru til leiks, m.a. Penna frá Glæsibæ, Roða frá Garði, Kristófer frá Hjaltastaðahvammi, Hlekk frá Lækjamóti og Takt frá Varmalæk. Þessa hefur maður séð til á vellinum áður og er spurning hvort þeir berjist um þetta eða hvort einhver komi óvænt að sigrinum, jafnvel nýliði í deildinni! Alltaf er þetta jafn spennandi! Fyrir áhugasama má sjá myndir frá úrtökunni í janúar sem nálgast má HÉR |