
Horft inn Hjaltadalinn í vetrarklæðum.
Nýtt ár gengið í garð með viðburðaríku ári að baki. Lífið á Hólum fer vel með mannskapinn þrátt fyrir snjóþungan og kaldan vetur. Nú er sólin farin að láta sjá sig á ný eftir smá dvala í svartasta skammdeginu og má finna smá "vorlykt" í loftinu eftir að snjóinn tók að þiðna. Nú fer að færast meira líf í hestamennskuna þó svo að hestamennskan lifi allt árið hér á Hólum. En nú eru gæðingarnir að komast í fínt form og styttist í keppnir og sýningar og verður spennandi að sjá nýja hesta og vonandi nýja og flotta knapa koma fram.
Sigvaldi er búinn að vera með hesta á húsi síðan í haust. Frumtamdi hana Trommu frá Skógskoti, Hróðsdóttur á 4. vetur. Hún fór fínt af stað en verður úti í vetur þar sem hún er frekar lítil og fær að taka út meiri þroska áður en meira verður tekið til hennar. Í nóvember komu svo inn reiðhestarnir; Leiftur frá Búðardal, Sóldögg, Gló, Sparta og Glóra, allar frá Skógskoti. Glóra er nú seld. Samhliða þessu hefur hann verið með 1-2 í tamningu eða þjálfun fyrir aðra. Þrándur frá Skógskoti er einnig hér á Hólum en er í hópi skeiðhesta fyrir nemendur á þriðja ári hér við skólann.
Eins og staðan er í dag eru hestarnir sem verða á húsi hjá Sigvaldi í vetur þau Sóldögg sem stefnt verður með í skeiðgreinar, Sparta, Þorradóttir á 5. vetur og stefnt er með á kynbótasýningu í vor og loks Leiftur frá Búðardal. Leiftur er Jarlssonur og gerði flotta hluti með Ólafi Andra á keppnisvellinum hér áður en er nú hjá Sigvalda. Hann er orðinn 16 vetra en er að komast í flott form og verður vonandi klár í eina eða tvær keppnir á þessu tímabili. Nú eru einnig tvö hross í þjálfun hjá honum, skemmtilegur graðhestur á 5. vetur undan Þorra frá Þúfu, hann Karri frá Kirkjuskógi og efnileg meri á 6. vetur, Björt frá Syðra-Garðshorni sem er undan Álfasteini frá Selfossi og Kleópötru frá Nýjabæ og er því sammæðra Pílu frá Syðra-Garðshorni sem stóð efst í flokki 5. vetra mera á Landsmóti 2008. Samhliða kennslunni þjálfar hann nú einnig hross í eigu Hólabúsins sem flest eru nokkuð frambærileg.
Það verður víst nóg að gera í vetur og alltaf spennandi að sjá hvernig hlutirnir þróast.
Sigvaldi er búinn að vera með hesta á húsi síðan í haust. Frumtamdi hana Trommu frá Skógskoti, Hróðsdóttur á 4. vetur. Hún fór fínt af stað en verður úti í vetur þar sem hún er frekar lítil og fær að taka út meiri þroska áður en meira verður tekið til hennar. Í nóvember komu svo inn reiðhestarnir; Leiftur frá Búðardal, Sóldögg, Gló, Sparta og Glóra, allar frá Skógskoti. Glóra er nú seld. Samhliða þessu hefur hann verið með 1-2 í tamningu eða þjálfun fyrir aðra. Þrándur frá Skógskoti er einnig hér á Hólum en er í hópi skeiðhesta fyrir nemendur á þriðja ári hér við skólann.
Eins og staðan er í dag eru hestarnir sem verða á húsi hjá Sigvaldi í vetur þau Sóldögg sem stefnt verður með í skeiðgreinar, Sparta, Þorradóttir á 5. vetur og stefnt er með á kynbótasýningu í vor og loks Leiftur frá Búðardal. Leiftur er Jarlssonur og gerði flotta hluti með Ólafi Andra á keppnisvellinum hér áður en er nú hjá Sigvalda. Hann er orðinn 16 vetra en er að komast í flott form og verður vonandi klár í eina eða tvær keppnir á þessu tímabili. Nú eru einnig tvö hross í þjálfun hjá honum, skemmtilegur graðhestur á 5. vetur undan Þorra frá Þúfu, hann Karri frá Kirkjuskógi og efnileg meri á 6. vetur, Björt frá Syðra-Garðshorni sem er undan Álfasteini frá Selfossi og Kleópötru frá Nýjabæ og er því sammæðra Pílu frá Syðra-Garðshorni sem stóð efst í flokki 5. vetra mera á Landsmóti 2008. Samhliða kennslunni þjálfar hann nú einnig hross í eigu Hólabúsins sem flest eru nokkuð frambærileg.
Það verður víst nóg að gera í vetur og alltaf spennandi að sjá hvernig hlutirnir þróast.