
Linda Rún og Sigvaldi
Hún var þétt setin Faxaborgin síðastliðinn laugardag þegar vestlenskir knapar og hestar riðu frammi fyrir áhorfendum. Fjölbreytt og skemmtileg atriði voru á boðstólum sem flest ef ekki öll fönguðu athygli gesta, ýmist með glæsilegum hestum, góðri reiðmennsku eða léttu gríni. Víða heyrist gott umtal af sýningunni og að bæði knapar og gestir séu ánægðir með kvöldið. Eftirtektarvert er hversu vel var að flestu staðið af sýningarhöldurum. Lengi má samt gott bæta og ekki við öðru að búast en að ári liðnu verður tekið til kostanna á ný.
Sigvaldi mætti með þrjú hross eins og sagt hefur verið frá og gekk það príðilega. Helst frá því að segja að öll voru þau lögð á skeið, Gló með einn af sínum fyrstu sprettum, Þrándur lá betur en oft áður en kvöldið átti sú bleika, Sóldögg frá Skógskoti, sem "svínlá" í gegnum höllina eins og henni er lagið. Sérlega skemmtilegt er að þessi þrjú hross eru öll undan sömu merinni og tvö þeirra alsystkini undan Glampa frá Vatnsleysu. Móðir þeirra er Hula frá Hamraendum sem er undan höfðingjanum Baldri frá Bakka.
Sigvaldi mætti með þrjú hross eins og sagt hefur verið frá og gekk það príðilega. Helst frá því að segja að öll voru þau lögð á skeið, Gló með einn af sínum fyrstu sprettum, Þrándur lá betur en oft áður en kvöldið átti sú bleika, Sóldögg frá Skógskoti, sem "svínlá" í gegnum höllina eins og henni er lagið. Sérlega skemmtilegt er að þessi þrjú hross eru öll undan sömu merinni og tvö þeirra alsystkini undan Glampa frá Vatnsleysu. Móðir þeirra er Hula frá Hamraendum sem er undan höfðingjanum Baldri frá Bakka.