Það er í nógu að snúast þessa dagana. Húsið er fullt af efnilegum og skemmtilegum hrossum sem koma manni í gegnum daginn. Meirihluti hrossanna eru ungar merar og eru þrjár þeirra úr okkar ræktun sem að sjálfsögðu eru bundnar væntingar við en svo er bara að bíða og sjá hvað verður.
Sparta frá Skógskoti er 3ja vetra efnileg meri undan Þorra frá Þúfu. Hún er í eigu Sindra Hrafns, bróður Sigvalda. Sindri (16 ára) er ekki djúpt sokkinn hestamaður líkt og bræður sínir heldur er hann efnilegur frjálsíþróttamaður sem er nú þegar búinn að marka spor sín bæði með Íslandsmetum og keppnum erlendis fyrir hönd Íslands. Þó svo hestamennskan fái engan tíma hjá honum lengur bindur hann miklar vonir við merina sína og vonar að hún skili sér til dóms í vor. Sparta er alhliðageng meri sem kemur vel af stað í tamningu. Hún er skapmikil en samt tilbúin að vinna fyrir sínu. Hún er mjúk, þjál, viljug og skemmtileg. Vonandi mun ganga vel í vetur svo hægt sé að fylla upp í væntingar eigandans.
Þrátt fyrir pressu verða dagarnir að hafa sinn gang. Framundan er mikið að gera bæði í tamningum og kennslu.
Sparta frá Skógskoti er 3ja vetra efnileg meri undan Þorra frá Þúfu. Hún er í eigu Sindra Hrafns, bróður Sigvalda. Sindri (16 ára) er ekki djúpt sokkinn hestamaður líkt og bræður sínir heldur er hann efnilegur frjálsíþróttamaður sem er nú þegar búinn að marka spor sín bæði með Íslandsmetum og keppnum erlendis fyrir hönd Íslands. Þó svo hestamennskan fái engan tíma hjá honum lengur bindur hann miklar vonir við merina sína og vonar að hún skili sér til dóms í vor. Sparta er alhliðageng meri sem kemur vel af stað í tamningu. Hún er skapmikil en samt tilbúin að vinna fyrir sínu. Hún er mjúk, þjál, viljug og skemmtileg. Vonandi mun ganga vel í vetur svo hægt sé að fylla upp í væntingar eigandans.
Þrátt fyrir pressu verða dagarnir að hafa sinn gang. Framundan er mikið að gera bæði í tamningum og kennslu.