SIGVALDI LÁRUS
  • Forsíða
  • Hafa samband

Sumarannir

18/6/2012

 
Picture
Feðginin Elísabet og Sigvaldi
Picture
Leiftur og Sigvaldi í Búðardal
Picture
"Nóni" Gaumssonur
Picture
Arna og Bíldur voru sigurvegarar í barnaflokki og valin par mótsins. Þau verða flott á landsmótinu fyrir hönd Skugga.
Það hefur ansi mikið drifið á dagana frá síðustu fréttum. Sumarið er óneitanlega mætt, 17. júní kominn og farinn, landsmótið byrjar með fullum krafti í næstu viku og styttist óðum í verslunarmannahelgina..... kannski ekki alveg en sumarið er yfirleitt fljótara að fara en að koma og gott að vera á verði um að það fari ekki á undan manni inn í veturinn.

Á Staðarhúsum hefur verið í nógu að snúast, hrossin loks komin á grænt og önnur farin í frí, eitthvað hefur farið í keppni og annað í kynbótadóm. Á þessum annartíma mætti alveg fá auka stundir í sólarhringinn en þessar 24 sem fyrir eru verða bara að duga.

Um helgina fór Sigvaldi með hann Leiftur frá Búðardal vestur í Búðardal á Hestaþing Glaðs. Þar var skemmtilegt stemning og flottir hestar sem mættu til leiks. Eftir forkeppni í A-flokk stóð Leiftur efstur en tóku þeir félagar upp á því að skeiða ekki í úrslitunum og hröpuðu þar af leiðandi niður og ráku lestina í þetta skiptið. Leiftur er reyndur á keppnisbrautinni. Hann hefur m.a. verið Íslandsmeistari ungmenna með Ólafi Andra og att kappi í úrslitum á öðrum  stórmótum. Hann er einnig "útskrifaður" Hólahestur en Ólafur Andri notaði hann í námi sínu á Hólum

Sigvaldi fór með Leiftur í úrtöku fyrir Landsmót nú á dögunum fyrir hestamannafélagið Glað. Það voru fimm hestamannafélög á Vesturlandi sem héldu sameiginlega úrtöku á vellinum í Borgarnesi, rúmlega 80 skráningar og mikið af glæsilegum hestum sem mættu til leiks. Leiðinlegt þótti þó að einungis voru þrír dómarar sem dæmdu mótið. Það má lengi deila um hvort það sé ásættanlegt fyrir knapa að fá ekki að njóta vafans með einkunnagjöf og þá sérstaklega þá sem lenda í miklu ósamræmi hjá dómurum. Á svona mótum er oft mikið í húfi og geta smáatriðin skipt sköpum. Leiftur og Sigvaldi áttu fína sýningu en mikið ósamræmi dómara varð til þess að þeir sitja heima þetta landsmótið, eða hvað? Það hefði verið gaman að fá útlistun fjórða og fimmta dómara til að sjá hvar þetta hefði legið. Vonandi voru það samt bestu hestarnir sem fengu farmiða á landsmót í öllum félögum því það er jú það sem allir vilja, fá að sjá bestu hestana!

Þó að Sigvaldi verði ekki með hest í keppnisbrautinni þetta Landsmótið mun hann eiga fjöldann allan af börnum, unglingum og ungmennum í braut. Hann mun leiðbeina krökkum úr þremur hestamannafélögum hér á Vesturlandi fyrir og á móti. Þetta eru krakkarnir úr Faxa, Skugga og Glað. Þarna er hópur af flottum krökkum sem eiga án efa eftir að gera góða hluti á mótinu.


Sjáumst á Landsmótinu!



Comments are closed.
    Picture
    Picture
    Bella
    Picture

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Hafa samband