Nú er að spíta í lófana, síðan búin að vera í fríi lengur en þeir sem að henni koma! En allir fjölskyldumeðlimir hafa verið í fríi í allt sumar. Sigvaldi byrjaði reyndar fyrr í vinnunni en áætlað var og heimasætan Elísabet byrjaði ekki í leikskólanum fyrr en 1. sept. og er húsmóðirin enn í fríi. Ástæða þessa mikla frís er að nýr fjölskyldumeðlimur mætti í heiminn 13.06.13 og má segja að lífið hafi að mestu leiti snúist hann síðan þá (ásamt því að elta Sigvalda og "bikkjurnar" um hálft Ísland). En húsmóðirin ákvað að halda í sér svo Sigvaldi gæti klárað vinnu og kynbótasýningar en þó nógu tímalega svo ekki myndi rekast á keppnir og annað sem stefnt var á. Þetta gekk allt upp, lítill og heilbrigður drengur mætti í heiminn og lífið lék við fjölskylduna. Það varð þó smá bakslag því þegar drengurinn var aðeins viku gamall veikist hann og allt var sett á "hold". Vikudvöl á barnadeildinni á Akureyri tók við á meðan sá litli jafnaði sig á sýkingu sem hann hafði fengið. Þrátt fyrir þetta gerðum við gott úr sumrinu; sumarbústaður, borgarferð, sveitaferð, fjórðungsmót, íslandsmót, skeiðmót, íþróttamót og fleiri mót, almenn ferðalög og góðar heimsóknir. Nú erum við loksins lent á Hólum eftir gott frí, skólastarfið er byrjað með krafti og veturinn aldeilis farinn að gera vart við sig. Laufksálaréttir eru á næsta leiti og hlökkum við til að fá góða gesti. Eftir það sjáum við fram á að leggjast í dvala fram á næsta vor...annaðhvort það eða fá góðan og ljúfan vetur sem fer vel mað mannskapinn. Framundan hér á síðunni er mikil vinna. Setja inn fleiri myndir, gera upp sölusíðuna og ef tími gefst væri gaman að setja eitthvað um hestana okkar og ræktunina. |