
Sigvaldi og Þrándur
Það er gaman að geta loksins sagt frá því hér að Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamingamaður og reiðkennari, sé kominn á fullt á nýjum stað. Það var síðastliðið sumar sem að Sigvaldi tók á leigu hluta af aðstöðunni á Staðarhúsum í Borgarfirði og tekur nú þar við hrossum í tamningu.
Tamningar fóru rólega af stað samhliða því að koma hesthúsi og aðstöðu í gott stand fyrir veturinn. Í haust stóð Sigvaldi í stífum frumtamningum ásamt Lindu Rún Pétursdóttur sem einnig starfar við tamningar á Staðarhúsum, en hún býr á staðnum. Veturinn lítur út fyrir að verða spennandi og er húsið fullt af efnilegum og skemmtilegum hrossum. Því er ekki annað en að hlakka til komandi "vertíðar", keppna, sýninga og öllu því sem í boði verður fyrir okkur hestamenn í vetur og sumar.
Borgarfjörðurinn heillar og verður spennandi að fá að upplifa hestamenninguna hér. Ekki er annað að sjá en að nóg verði um að vera og er m.a. stefnan tekin á að vera með í KB mótaröðinni sem haldin hefur verið í Borgarnesi síðastliðin ár og vonandi verður maður sýnilegur á fleiri vígstöðum í vetur.
Tamningar fóru rólega af stað samhliða því að koma hesthúsi og aðstöðu í gott stand fyrir veturinn. Í haust stóð Sigvaldi í stífum frumtamningum ásamt Lindu Rún Pétursdóttur sem einnig starfar við tamningar á Staðarhúsum, en hún býr á staðnum. Veturinn lítur út fyrir að verða spennandi og er húsið fullt af efnilegum og skemmtilegum hrossum. Því er ekki annað en að hlakka til komandi "vertíðar", keppna, sýninga og öllu því sem í boði verður fyrir okkur hestamenn í vetur og sumar.
Borgarfjörðurinn heillar og verður spennandi að fá að upplifa hestamenninguna hér. Ekki er annað að sjá en að nóg verði um að vera og er m.a. stefnan tekin á að vera með í KB mótaröðinni sem haldin hefur verið í Borgarnesi síðastliðin ár og vonandi verður maður sýnilegur á fleiri vígstöðum í vetur.