Sigvaldi Lárus
Sigvaldi Lárus
  • Forsíða
  • Tamningar og þjálfun
  • Reiðkennsla
  • Sigvaldi Lárus
  • Söluhross
  • Myndir
  • Hafa samband

Vesturlandssýning í Faxaborg

19/3/2012

 
Picture
Næstkomandi laugardag verður haldin í annað sinn Vesturlandssýning í reiðhöllinni í Borgarnesi. Þetta er sameiginlegt framtak hestamannafélaga á Vesturlandi ásamt Hrossaræktarsambandi Vesturlands og stefnir í þræl skemmtilega sýningu.

Á sýningunni verða fjölmörg atriði, m.a. kynbótahross, gæðingar í A og B flokki, atriði frá Félagi tamningamanna, Menntaskóla Borgarfjarðar ásamt vestlenskum glæsikonum. Einnig verða  ræktunarbú hér frá Vesturlandi að sýna sinn afrakstur og nokkrir vekringar láta hvína í gegnum höllina. Það verður því fjölmargt að sjá og eflaust verður allt vaðandi í gæðingum.

Sigvaldi ætlar að dusta rykið af  Sóldögg og athuga hvort hún kunni enn til sinna verka í skeiðinu.  Sigvaldi og Linda Rún verða með atrið ásamt því mætir Sigvaldi með  Gló frá Skógskoti í 5 vetra flokk mera.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:00 á laugardeginum. Uppselt var á sýninguna í fyrra því er um að gera tryggja sér miða tímanlega. Forsala aðgönumiða er hafin og má sjá upplýsingar um það hér.


Comments are closed.
    Picture
    Picture
    Bella
    Picture

Sigvaldi Lárus l (+354) 847-0809 l sigvaldi@sigvaldi.com