SIGVALDI LÁRUS
  • Forsíða
  • Hafa samband

Vesturlandssýning í Faxaborg

19/3/2012

 
Picture
Næstkomandi laugardag verður haldin í annað sinn Vesturlandssýning í reiðhöllinni í Borgarnesi. Þetta er sameiginlegt framtak hestamannafélaga á Vesturlandi ásamt Hrossaræktarsambandi Vesturlands og stefnir í þræl skemmtilega sýningu.

Á sýningunni verða fjölmörg atriði, m.a. kynbótahross, gæðingar í A og B flokki, atriði frá Félagi tamningamanna, Menntaskóla Borgarfjarðar ásamt vestlenskum glæsikonum. Einnig verða  ræktunarbú hér frá Vesturlandi að sýna sinn afrakstur og nokkrir vekringar láta hvína í gegnum höllina. Það verður því fjölmargt að sjá og eflaust verður allt vaðandi í gæðingum.

Sigvaldi ætlar að dusta rykið af  Sóldögg og athuga hvort hún kunni enn til sinna verka í skeiðinu.  Sigvaldi og Linda Rún verða með atrið ásamt því mætir Sigvaldi með  Gló frá Skógskoti í 5 vetra flokk mera.

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:00 á laugardeginum. Uppselt var á sýninguna í fyrra því er um að gera tryggja sér miða tímanlega. Forsala aðgönumiða er hafin og má sjá upplýsingar um það hér.


Comments are closed.
    Picture
    Picture
    Bella
    Picture

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Hafa samband