Hrossin sem eru í tamningu og þjálfun
Þau eru þó nokkur hrossin sem eru komin á tamningar aldur og vel það. Flest eru þau úr ræktun Skógskots.
Hér má sjá þessi hross í máli og myndum, ýmist keppnishorss, reiðhross eða unghross.
Hér má sjá þessi hross í máli og myndum, ýmist keppnishorss, reiðhross eða unghross.
Leiftur frá Búðardal IS1997138910
Leiftur var keyptur ungur og lítið taminn. Hann hefur reynst vel og m.a. komist tvíveigis í A úrslit á íslandsmóti í ungmennaflokki og í síðara skiptið hampaði hann íslandsmeistaratitlinum eftir hökuspennandi keppni. Hann er vel skólaður og fór m.a. með Ólafi Andra á 3. árið á Hólum. Í dag hefur hann það nokkuð rólegt og fer minna fyri keppnum en áður þó því sé nú ekki alveg lokið. Hann verður á Staðarhúsum í vetur. |
Breiðfjörð frá Búðardal IS2003138910
Breiðfjörð er 9 vetra geldingur. Hann er sýndir í tæp 1. verðlaun, eða 7.98 í aðaleinkun. Hann kom í okkar hendur 2009 og fór hann með Sigvalda á 3. árið á Hólum 2010. Breiðfjörð er geðgóður og skemmtilegur hestur með góðar grunngangtegundir, svifmikið brokk og rúmt tölt. Þeir hafa þó ekki mikið mætt á keppnisbrautina vegna hestapestar 2010 og svo meiðsla 2011. Breiðfjörð er þó í góðu ástandi núna og vonand. Breiðfjörð verður áfram í þjálfun hjá Sigvalda á Staðarhúsum í vetur.
|
|
|
Sóldögg frá Skógskoti
Sóldögg frá Skógskoti er ræktuð af okkur og er hún mikill gæðingur á sinn hátt. Hún var mikill villihestur í stóðinu og hafðii sjaldan gefið sig mikið af manninum. Þrátt fyrir það gekk frumtamningin vel og þó hún sýndi ekki mikla takta var ávalt fyrir víst að þessi meri kynni að skeiða. Það fór svo að Sóldögg er að nýtast vel sem skeiðhryssa og er efnileg á því sviði. Hægt og rólega hafa tímarnir verið að bætast og nú í sumar náðist takmarkið loks að komast undir 8 sek., eða 7.87. ásamt fínum árangri í gæðingaskeiði. Hún og Sigvaldi fengu farmia á landsmótið 2011 sem varð þó aldrei af sökum meiðsla. En þau munu mæta að ári og stefna í toppbaráttuna. Sóldögg verður á Staðarhúsum í vetur. |
Muska frá Skógskoti
Muska er ræktuð af okkur. Hún kom mjög vel út í tamningu. 6 vetra er hún send á Narfastaði í Skagafirði í þjálfun vegna anna bræðranna og um vorið var hún svo sýnd af Bjarna Jónasar í fyrstu verðlaun fyrir hæfileika eða 8.09 og 7.94 í aðaleinkun. Muska er alhliða hryssa með mjög gott skeið. Muska er nú til sölu og má sjá myndir og nánari upplýsingar um hana hér. |
|
|
Þrándur frá Skógskoti
Hann Þrándur er ungur hestur sem er að koma skemmtilega á óvart þessa dagana. Hann er með gott tölt og er efni í góðann alhliða hest með gott skeið. Hann er alveg óreyndur á keppnibrautinn en mun vonandi geta sýna eitthverja takta þar fljótlega. Þrándur er í þjálfun hjá Sigvalda og verður á Staðarhúsum í sumar. |
Kórall frá Skógskoti
Kórall fór af stað mjög skemmtilega í tamningu. Hann er hágengur með fínar gangtegundir og gæti vel hentað sem keppnishestur ef vel gengur. Kórall er til sölu og má nálgast nánar upplýsingar um klárinn hér. |
|
|
Gullbrá frá Skógskoti
Gullbrá er glóbrún hryssa sem verður afbragðs reiðhryssa. Hún er mjúk og þægileg og hrein á gangi og nokkuð viljug. Hún er lítið tamin en stefnir í hross sem flestir geta riðið. Gullbrá verður í þjálfun í haust hjá Sigvalda.. |
Glóra frá Skógskoti
Glóra var frumtamin af Ólafi Andra síðastliðin vetur og fór það vel af stað. Hún er hágeng og viljug en vill láta örlítið fyrir sér fara. Hún er alhiða meri. Ef vel gengur verður stefnt á sýningu næsta vor. Glóra verður hjá Sigvalda á Staðarhúsum í vetur. |
|
|
Gló frá Skógskoti
Gló er stór og falleg meri sem frumtamin var af Sigvalda síðastliðin vetur. Gló fór vel af stað í tamningu og stefnir í að verða góð meri. Hún er með gott tölt og er skeiðið til staðar. Gló verður hjá Sigvalda á Staðarhúsum í vetur og ef vel gengur er stefnt á sýningu næsta vor. |